Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Magnúsar Orra Schram

Skátamót í Ástralíu og ferðalag með slóvenskum skemmtikröftum er meðal þess sem þingmaðurinn Magnús Orri Schram hefur upplifað á ferðalögum sínum til útlanda.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Fyrsta ferðin sem ég man eitthvað eftir er fjölskylduferðalag til Evrópu sumarið 1982. Þá var ég tíu ára gamall. Flogið var til Lúxemborg og svo ekið suður á bóginn til Lignano á Ítalíu. Ferðin var spennandi fyrir margra hluta sakir en hápunkturinn var líklega að upplifa sigur Ítalíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem haldið var á Spáni á sama tíma. Áhugamenn um knattspyrnu muna þessa keppni líklega vel, enda var hún stórskemmtileg t.d. eftirminnilegur leikur milli Ítalíu og Brasilíu sem endaði 3-2 fyrir þá fyrrnefndu. Það var mikil upplifun að fylgja Ítölum í gegnum keppnina og upplifa svo sigurgleðina á götum úti þegar þeir höfðu lagt Þjóðverja í úrslitaleik.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Þær hafa verið margar ánægjulegar. Þar koma upp í hugann ýmsar fjölskylduferðir með konu minni Herdísi og börnum okkar tveimur, t.d. sólarlandaferð til Spánar og vorferð til Parísar. Þegar ég var 14 ára fór ég á skátamót í Ástralíu með um 100 íslenskum skátum og dvöldum við þar í tæplega mánuð. Þetta þótti mjög merkilegt ferðalag á sínum tíma. Þá tók ég mér frí eitt ár eftir menntaskóla og lagðist í langt bakpokaferðalag um A-Evrópu og N-Afríku. Stoppaði reyndar einu sinni á leiðinni þegar ég var búinn með peninginn og vann á hestabúgarði í Austurríki í sex vikur. Fór svo aftur af stað. Þetta var skömmu eftir að múrinn hrundi og því var þetta mjög áhugaverður tími til að ferðast um þennan heimshluta.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Það er nú ekkert sem kemur uppí hugann. Mesta svekkelsið á ferðalagi var nú líklega þegar dagbókinni minni var rænt á farfuglaheimili í Marokkó 1992. Það var á áðurnefndu bakpokaferðalagi og hafði ég haldið skipulega dagbók og sett niður hvað á daga mín hafði drifið. Það var svo einn morguninn sem herbergisfélagar mínir frá Alsír rændu bakpokann minn og tóku snyrtivörurnar og dagbókina ófrjálsri hendi. Veskið var hins vegar bundið um mittið og ekki komust þeir í það!

Tek alltaf með í fríið:

Mér finnst það mikið lykilatriði að hafa eitthvað að lesa í flugvélum eða lestum. Annars er ég viðþolslaus. Núna er maður reyndar mikið að lesa skýrslur og ýmis gögn en því miður alltof sjaldan að lesa einhverja reyfara og skemmtiefni!

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Eitt sinn dvaldi ég í Slóveníu í viku tíma og heimsótti þarlenda fjölskylduvini. Gestgjafarnir eru eftirsóttir skemmtikraftar í Slóveníu og fengum við að fara með þeim í skemmtireisu milli þorpa og borga í landinu. Það þýddi að á hverju kvöldi var slegið upp mikilli veislu hjá þorpsbúum að lokinni skemmtun. Því var ofgnótt matar hvern dag þar sem allt það besta var týnt til, hvort sem það var kjöt, grænmeti eða vín! Sú ferð tók á!

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Það eru margir staðir sem koma upp í hugann en þeir tengjast yfirleitt ferðafélögunum og eftirminnilegum minningum. Það er nú svo skrýtið að maður verður að hafa einhvern til að upplifa staðina með, þá verður heimsóknin miklu ríkari. Allir staðir hafa sinn sjarma – en mestu skiptir ferðahópurinn.

Draumafríið:

Það er gott frí með konunni minni og börnunum. Einhvers staðar þar sem við getum slakað á og notið samverunnar.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar ferðamálastjóra
FRÍVERSLUN:
Washington, verð frá 77.900 krónum
NÝJAR GREINAR: Það sem pirrar flugfreyjurnar mest

Skátamót í Ástralíu og ferðalag með slóvenskum skemmtikröftum er meðal þess sem þingmaðurinn Magnús Orri Schram hefur upplifað á ferðalögum sínum til útlanda

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …