Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Ingunnar Snædal

Úlfaldareið um eyðimerkur Marakkó reyndi mikið á rass- og lærvöðva Ingunnar Snædal ljóðskálds af Jökuldal. Hana dreymir um ferðalag til Kanada til að fylgjast með bæjarferðum ísbjarna. Fimmta ljóðabók Ingunnar, Það sem ég hefði átt að segja næst – þráhyggjusögur, er nýkomin út hjá Bjarti.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Ferð til Írlands með góðri vinkonu og dóttur hennar í kringum 1990. Ég var með Írland á heilanum frá barnæsku og leið alveg eins og ég væri komin heim. Eftir það trúi ég á fyrri líf og allt mögulegt þegar sá gállinn er á mér.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Engin reynsla hefur haft jafn djúpstæð áhrif á mig og bakpokaferðalagið um Indland og Nepal sem ég fór í með manninum mínum fyrrverandi 1997.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Ef litið er til þess að í Indlandsferðinni fékk umræddur fyrrverandi maður salmonellusýkingu sem hann er enn að glíma við, hlýtur nefnd ferð líka að vera sú verst heppnaða.

Vandræðalegasta uppákoman:

Þriggja daga úlfaldareið inn í eyðimerkur Marokkó var tvímælalaust ekki eins spennandi og hún hljómar og hreint helvíti fyrir rass- og lærvöðva. Við fyrrverandi konan mín vorum á þessu ferðalagi með dóttur okkar og foreldrum mínum, úlfaldaferðin var mín hugmynd, ég hlýt að hafa verið hálfbiluð að draga fullorðna foreldra mína með í þetta. Eina nóttina fékk dóttir mín ælupest undir stjörnubjörtum febrúarhimni eyðimerkurinnar og ældi linnulaust niðureftir hliðum úlfaldans síns á víxl daginn eftir.

Tek alltaf með í fríið:

Plástur, spilastokk og góðar bækur.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Fylltar ólífur og reyktur ostur á laugardagsmarkaðnum í Galway á Írlandi. Og McDonough´s franskar, sem mig dreymir ennþá stundum um, lykt og allt.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Verð að segja Írland. Eða ólífuhéruð Andalúsíu. Eða West Village í New York. Gulufjöll í Kína voru draumi líkust. Æi, má ég ekki heldur segja allir staðirnir sem ég á eftir að fara til?

Draumafríið:

Akkúrat núna langar mig til Manitoba í Kanada, í einhvern svona lumberjack fíling og fá að fylgjast með bæjarferðum ísbjarna.

Nýtt efni

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …