Flórens freistar flestra

Standi valið á milli fimm vinsælla ferðamannastaða í Evrópu þá yrði Flórens fyrir valinu hjá flestum.

Flórens, hin töfrandi höfuðborg Toscana héraðs, er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Ítalíu. Í þessari fallegu borg eru til sýnis mörg af þekktustu listaverkum sögunnar, í búðunum er tískuvarningur sem marga dreymir um og matarmenningin hefur borið hróður svæðisins víða um heim. Landslag sveitanna í Toscana héraði er einnig ægifagurt og lokkar til sín fjölda túrista allt árið um kring.

Það þarf því ekki að koma á óvart að Flórens er sá áfangastaður sem rúmlega þriðji hver lesendi Túrista myndi telja vera bestu nýjungina við leiðarkerfi flugfélaganna ef valið stæði á milli hennar, Dublin, Nice, Split og Zurich.

Hátt í sjö hundruð atkvæði bárust í þessari lesendakönnun Túrista og fékk ítalska borgin 35% atkvæða. Í öðru sæti varð Dublin með 24 prósent, Nice í Frakklandi fékk fimmta hvert atriði og er í þriðja sæti, Zurich í Sviss fékk fjórtán prósent og Split í Króatíu rak lestina með sjö prósent.

Þess ber að geta að Iceland Express flýgur vikulega til Zurich næsta sumar samkvæmt áætlun félagsins sem var kynnt eftir að lesendakönnunin fór í loftið.

TENGDAR GREINAR: 10 bestu evrópsku borgirnar fyrir sælkeraFleiri ítalskar borgir skattleggja ferðamenn
NÝJAR GREINAR: Íslensk mamma í Köben leigir túristum barnavörur

Mynd: alh1/Creative Commons