Hanastél sem bragðast betur í háloftunum

Farþegar SAS geta pantað sér kokteila sem eiga að smakkast sérstaklega vel í tíu kílómetra hæð.

Rakinn og þrýstingurinn í farþegarými flugvéla brenglar bragðlaukana. Munurinn á sætu, súru, bitru og söltu verður minni og einhverjir verða víst skúffaðir þegar þeir smakka á kokteilnum sínum í háloftunum. Því hefur flugfélagið SAS ráðist í að útbúa drykki sem eiga að bragðast sérstaklega vel í nokkurra kílómetra hæð í von um að fá fleiri þyrsta farþega um borð samkvæmt frétt Berlingske.

Ekki fylgir sögunni hvort nýr matseðill er væntanlegur en bragðlaukarnir hljóta að ruglast jafn mikið í farþegarýminu þegar þeir fá mat eins og drykk.

Enn sem komið er geta aðeins þeir sem sitja á fyrsta farrými pantað sér af nýja kokteillistanum.

NÝJAR GREINAR: Það sem pirrar flugfreyjurnar mest
TILBOÐ: 10% afsláttur á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn

Mynd: SAS