Íslensk mamma í Köben leigir túristum barnavörur

Nú geta barnafjölskyldur á leið til Kaupmannahafnar skilið kerruna, bílstólinn og allt hitt barnadótið eftir heima.

Þeim yngstu fylgir oft það mikill farangur að foreldranir verða sjálfir að skammta sér naumt til að komast hjá yfirvigt. Við þungar töskurnar bætast svo kerrur, bílstólar og ferðarúm. Allt saman frekar ómeðfærilegir hlutir sem eiga það til að skemmast í flugi.

Þeir sem eru á leið með ungana til Kaupmannahafnar ættu því kíkja á heimasíðuna Muu.dk þar sem leigja má allt það helsta sem börnin þurfa á að halda í Danmerkurreisunni. Sú sem rekur þessa nýju leigumiðlun er íslensk mamma í Kaupmannahöfn, Christine María Blin, sem þekkir það af eigin raun hversu mikið mál það er að taka með sér barnadót á milli landa.

Tíu prósent afsláttur

Dagleiga á kerrum er frá 19 dönskum krónum (um 400 íslenskar) á meðan bílstólar kosta frá 32 dönskum (685 krónur) en lágmarksleigutími er þrír dagar. Verðið lækkar ef vörurnar eru leigðar í viku eða lengur.

Lesendur Túrista fá 10% afslátt af leigunni hjá Muu.dk. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um tilboðið.

NÝJAR GREINAR: Meirihlutinn vildi morgunmat og nú er hann ókeypisFerðaminningar MugisonsÞetta kostar maturinn um borð

Mynd: Muu.dk