Lítill hluti farþega kaupir aldrei veitingar um borð

Helmingurinn kaupir hins vegar alltaf eða oftast.

Sá sem biður flugfreyju um samloku, gos og kaffi getur þurft að reiða fram sautján hundruð krónur fyrir þessa einföldu máltíð samkvæmt verðkönnun Túrista á flugvélafæði. Það er því kannski ekki að undra að hluti farþeganna veigri sér við að kaupa sér mat í háloftunum. Samkvæmt lesendakönnun Túrista eru það þó aðeins níu prósent farþega sem aldrei pantar sér vott né þurrt. Fimmtíu og eitt prósent segjast alltaf eða stundum kaupa eitthvað af áhöfninni. Hin fjörtíu prósentin kaupa stundum eða sjaldan. Hátt í þúsund atkvæði bárust í könnuninni.

TENGDAR GREINAR: Þetta kostar maturinn um borð
NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Ingunnar SnædalEkki svo einfalt með Easy Jet

Mynd: Zen/Creative Commons