Meirihlutinn vildi morgunmat og nú er hann ókeypis

Nærri átta af hverjum tíu finnst mikilvægt að morgunmaturinn sé innifalinn í gistingunni.

Morgunmatur er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins og þeir eru margir sem geta ekki hugsað sér að fara út fyrir hússins dyr fyrr en að loknum morgunverði.

Þetta á líka við um þegar fólk er á ferðalagi því samkvæmt könnun Túrista þá vilja 78,7 prósent lesenda síðunnar að morgunmatur sé innifalinn í hótelgistingunni. Hátt í fimmtán hundruð svör fengust í könnuninni.

Frír morgunmatur í Köben

Því miður rukka fjöldamörg hótel gestina sérstaklega fyrir aðgang að morgunverðarborðinu og er gjaldið oft á bilinu eitt til þrjú þúsund krónur. En í ljósi þessara afdráttarlausu niðurstöðu könnunarinnar hefur Túristi gert samkomulag við First Hotel Kong Frederik í miðborg Kaupmannahafnar um að lesendur síðunnar fái lægstu fáanlegu verð á gistingu og einnig frían morgunmat að verðmæti hundrað danskar krónur (um 2100 íslenskar) á mann fyrir hverja gistinótt. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um tilboðið.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar MugisonsÞetta kostar maturinn um borð

Mynd: Hotel Kong Frederik