Það var töluverður dagamunur á stundvísi Iceland Express á síðari hluta októbermánaðar.
Flesta daga halda þessar fimm til tíu ferðir Iceland Express, til og frá landinu, áætlun eða tefjast lítillega. En svo koma dagar þar sem seinkunin er jafnvel talin í klukkutímum. Meðalbið eftir komum og brottförum félagsins í Keflavík var því 47 mínútur á seinni helmingi október sem er töluverð afturför frá síðasta tímabili.
Hjá Icelandair var biðin að jafnaði fjórar mínútur og héldu vélar þess áætlun í 84 prósent tilvika. Nærri sex af hverjum tíu ferðum Iceland Express komu og fóru frá Keflavík á réttum tíma eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.
Stundvísitölur Túrista, 16. til 31. október (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta október).
16. – 31. okt. | Hlutfall brottfara á tíma | Meðalseinkun brottfara | Hlutfall koma á tíma |
Meðalseinkun koma | Hlutfall ferða á tíma |
Meðalbið alls |
Icelandair | 92% (83%) | 2 mín (6 mín) | 77% (62%) | 6 mín (9 mín) | 84% (73%) | 4 mín (8 mín) |
Iceland Express | 72% (77%) | 43 mín (12 mín) | 45% (39%) | 50 mín (24 mín) | 58% (57%) |
47 mín (18 mín) |
Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru meira en stundarfjórðungur.
TENGDAR GREINAR: Lakari stundvísi
NÝJAR GREINAR: Áhrifamesti listamaður í heimi sýnir á Louisiana
TILBOÐ: 10% afsláttur á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn
Mynd: Túristi