Stundvísitölur: Langflestar brottfarir á áætlun

Á fyrri helmingi mánaðarins hafa ferðir Iceland Express og Icelandair oftast staðist áætlun.

Farþegar á leið úr landi síðustu tvær vikur hafa oftast komist af stað á réttum tíma. Vélar Icelandair fóru í loftið á réttum tíma í 93 prósent tilvika og meðalbið var aðeins ein mínúta. Hjá Iceland Express voru flugtök samkvæmt áætlun í 86 prósent tilfella en meðalbiðin var 21 mínúta. Þetta er besta frammistaða þess síðarnefnda síðan Túristi hóf að reikna út stundvísitölur sínar í byrjun sumars.

Komutímar stóðust ekki áætlun eins oft eins og sjá má í töflunni hér að neðan. Þess ber að útreikningarnir Túrista eru byggðir á upplýsingum af heimasíðu Keflavíkurflugvallar og þar kemur ekki alltaf fram ef vélar þurfa að millilenda á leiðinni til landsins vegna bilanna eða óveðurs.

Fjöldi flugferða til og frá landinu er með minnsta móti þessa dagana. Þannig eru brottfarir Icelandair á bilinu tíu til fimmtán á dag og tvær til fimm hjá Iceland Express.

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. nóvember (í sviga eru niðurstöður seinni hluta október).

1. – 15. nóv. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 93% (92%) 1 mín (2 mín) 85% (77%) 2 mín (6 mín) 88% (84%) 2 mín (4 mín)
Iceland Express 86% (72%) 21 mín (43 mín) 62% (45%) 14 mín (50 mín) 74% (58%)

17 mín (47 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru meira en stundarfjórðungur.

NÝJAR GREINAR: Meirihlutinn vildi morgunmat og nú er hann ókeypisFerðaminningar MugisonsÞetta kostar maturinn um borð
TENGDAR GREINAR: Stundvísitölur: Iceland Express lætur bíða eftir sér

Mynd: Túristi