Við höfum úr mestu að moða í Þýskalandi

Frá Íslandi er flogið til átta borga í Þýskalandi en það er til fleiri borga en í nokkru öðru landi.

Fimmtíu og fjögur þúsund Þjóðverjar sóttu okkur heim á síðasta ári. Það jafngildir því að áttundi hver ferðamaður sem hingað kemur er þýskur.

Íslenskir ferðalangar njóta góðs af þessum vinsældum landsins í Þýskalandi því flogið verður til átta borga þar í landi næsta sumar. Það er meira úrval af áfangastöðum en við höfum í öðrum löndum.

Fjögur félög til höfuðborgarinnar

Hér á landi erum við ekki vön að geta valið á milli nokkurra flugfélaga á sömu leiðinni. En fyrir þá sem ætla til Berlínar næsta sumar eru kostirnir fjórir því Iceland Express og Wow Air munu bæði leggja leið sína þangað ásamt Airberlin og Lufthansa eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Það bera þó að hafa í huga að þýsku flugfélögin þrjú sem hingað fljúga bjóða aðeins uppá næturflug og frekar fáar ferðir.

Þýsku borgirnar sem flogið til frá Keflavík næsta sumar:

Borgir: Flugfélög:
Berlín Airberlin, Iceland Express, Lufthansa og Wow Air
Dusseldorf Airberlin og Lufthansa
Frankfurt Icelandair
Frankfurf Hahn Iceland Express
Hamborg Airberlin og Icelandair
Köln German Wings og Wow Air
Munchen Airberlin og Icelandair
Stuttgart Airberlin og Wow Air

 

 

 

 

 

 

 

NÝJAR GREINAR: Ekki svo einfalt með Easy Jet Norwegian hefur áætlunarflug til Íslands
TENGDAR GREINAR: Nú lenda allir á sama stað í Berlín

Mynd: DZT