10 ódýrustu lyftukortin í Ölpunum

skidalyfta

Það kostar 23.000 krónur að renna sér í sex daga í brekkunum við ítalska skíðastaðinn Foppolo í Ölpunum. Ódýrara gerist það ekki í fjallgarðinum.

Alparnir eru vinsæll áfangastaður skíðaáhugafólks og þangað setja vafalítið margir stefnuna á næsta ári. Verðlagið er þó misjafnt á þessum slóðum eins og ítarleg verðkönnun sænska skíðaritsins Freeride.se leiddi í ljós. Þar voru kannaðir prísar á sex daga lyftukortum á 80 skíðastöðum í Sviss, Austurríki, Ítalíu og Frakklandi. Slóvenía og Lichteinstein voru ekki tekin með í reikninginn hjá Svíunum.

Munurinn á þeim ódýrasta og dýrasta er næstum því tvöfaldur því þeir sem kaupa kort á svissneska staðnum Les 4 Vallées Mont-Fort greiða rúmlega fjörtíu og fjögur þúsund en þeir sem gera sér að góðu ítalska skíðabæinn Foppolo borga tuttugu og þrjú þúsund krónur eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

10 ódýrustu sex daga lyftukortin samkvæmt verðathugun Freeride.se*:

  1. Fobbolo, Ítalía: 23.000 krónur
  2. Mürren, Sviss: 23.321 krónur
  3. Sainte Foy, Frakkland: 23.321 krónur
  4. Grindelwald, Sviss: 24.792 krónur
  5. Grimentz, Sviss: 25.616 krónur
  6. Saint Sorlin, Sviss: 25.616 krónur
  7. Alpach, Austurríki: 27.086 krónur
  8. Madesina, Ítalía: 27.086 krónur
  9. La Thuile, Ítalía: 28.072 krónur
  10. Bormio, Ítalía: 29.040 krónur
    *Öll verð eru umreiknuð frá sænskum yfir í íslenskar krónur 21.des.

Á heimasíðu Freeride.se má finna verð á 80 skíðastöðum í Ölpunum

TENGDAR GREINAR: Skíðaferð til útlanda á gamla genginuKrefjast ódýrari bjórs í brekkunum
NÝJAR GREINAR: Stærsta völundarhús í heimi og landsins bestu kartöflur

Mynd: Jurvetson/Creative Commons