Áttu rétt á bótum vegna seinkunar á flugi?

Hollenskt fyrirtæki sækir skaðabætur fyrir þá sem lenda í seinkunum eða eiga miða í flug sem er aflýst. Þjónustan er ókeypis en fjárframlög eru þó vel þeginn.

Tafir á flugi voru algengari í Keflavík en á stóru flugvöllunum í nágrannalöndunum í sumar eins og Túristi hefur greint frá. Þá voru sennilega fjölmargir farþegar hér á landi í vafa um hvort þeir ættu rétt á bótum eða ekki vegna mjög mikillar seinkunnar. Það er nefnilega síður en svo einfalt mál að átta sig á hver réttindi neytenda eru í þessum tilfellum og einnig getur það verið flókið og tímafrekt að sækja bæturnar. Það sama á við ef flugum er aflýst eða eru ofbókuð.

Hollenskir sérfræðingar í þessum málaflokki bjóða nú óheppnum flugfarþegum þjónustu sína án þess að rukka krónu fyrir. Eina sem þarf að gera er að gefa upp númer þess flugs sem olli vandanum, dagsetningu og tilgreina ástæðurnar á heimasíðunni Green Claim. Í kjölfarið er málið komið inn á borð Hollendinganna sem lofa að sækja þær bætur sem fólk á rétt á.

Ef þessi vinna skila árangri þá er skjólstæðingarnir beðnir um að íhuga að láta hluta bótanna renna í sjóði Green Claim.

TENGDAR GREINAR: Óstundvísi algengari hér á landi en í nágrannalöndunum
NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Steinars BragaTilboð á gistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons