Bestu verslunarborgir Evrópu

Hvergi er betra að versla en í London samkvæmt sérfræðingunum.

Búðaráp er hluti af utanlandsferðum flestra og sumir fara jafnvel gagngert til útlanda til að versla. Þeir sem ætla í þess háttar ferð ættu að kaupa sér far til London því hún er sú borg sem fær hæstu einkunn hjá sérfræðingum tímaritsins Economist. Þeir hafa vegið og metið þrjátíu og þrjár evrópskar borgir með tillitil til þess hversu vel þær henta fyrir verslunarleiðangra. Reykjavík er ekki ein af þeim.

Borgunum voru gefnar einkunnir eftir því hversu verðlagið var gott og búðirnar fjölbreyttar. Standardinn á almenningsamgöngum, gististöðum og menningarlífinu skipti líka máli sem og loftslagið. Breski höfuðstaðurinn rétt marði spænsku borgirnar Madrid og Barcelona en þær tvær þóttu taka London fram hvað varðar þægilegheit en áttu ekkert í úrvalið í bresku búðunum.

Listinn yfir bestu verslunarborgirnar:

1. London  67,3 stig
2. Madríd 67,1 stig
2. Barcelona 67.1 stig
4. París  65,5 stig
5. Róm  62,3 stig
6. Berlín  62,3 stig
7. Lissabon  61,6 stig
8. Amsterdam  61,3 stig
9. Prag  59,7 stig
10. Búdapest  59,6 stig
11. Mílanó  59,3 stig
12. Vín  59,1 stig
13. Istanbúl  58,4 stig
14. Dublin  57,6 stig
15. Bruxelles 56,8 stig
16. Aþena  56,2 stig
17. Munchen  55,5 stig
18. Kaupmannahöfn  54,1 stig
19. Moskva 53,9 stig
20. Stokkhólmur  53,4 stig
20. Hamburg  53,4 stig
22. Lyon  53,3 stig
23. Bratislava  52,3 stig
24. Sofía  52,2 stig
24. Búkarest  52,2 stig
26. Kiev 51,4 stig
26. Edinborg  51,4 stig
28. Varsjá  50,9 stig
29. St. Pétursborg  49,1 stig
30. Helsinki  48,2 stig
31. Belgrad  43,6 stig
32. Ósló  43,1 stig
33. Genf 41,0 stig

NÝJAR GREINAR: Við höfum úr mestu að moða í Þýskalandi
TENGDAR GREINAR: 10 bestu evrópsku borgirnar fyrir matgæðinga

Heimild: The Economist Intelligence Unit Limited 2011
Mynd: visitlondonimages/ britainonview/ Pawel Libera