Fimmtíu milljónir komu í heimsókn

Engin bandarísk borg nýtur jafn mikillar hylli meðal ferðamanna og New York. Þeim fer fjölgandi sem leggja leið sína þangað.

Í vikunni efndi borgarstjóri New York borgar til veislu í tilefni af því að fimmtíu milljónir túrista hafa ferðast til borgarinnar í ár. Þetta er aukning um eina og hálfa milljón frá síðasta ári samkvæmt frétt Daily Mail. Þar kemur jafnframt fram að fjórir af hverjum fimm sem sækja borgina heim eru innlendir ferðamenn.

New York var einnig höfuðvígi túrismans í vestanhafs í fyrra en það var þá í fyrsta skipti sem borgin var í efsta sæti vinsældarlista ferðamanna í nærri tvö áratugi.

TENGDAR GREINAR: 10 ferðamannastaðir í útrýmingarhættuBestu borgaranir í New YorkBrátt geta allir hjólað í New York
NÝJAR GREINAR: Veldu þér sessunaut um borð

Mynd: Wikicommons