Frítt á netið á Kastrup

Æðsta ósk flugfarþega á Kaupmannahafnarflugvelli hefur ræst.

Ókeypis nettenging er sú þjónusta sem farþegar á Kaupmannahafnarflugvelli hafa helst saknað í flugstöðinni. Þetta sýna niðurstöður viðtala við meira en hundrað þúsund flugfarþega í Kaupmannahöfn á síðasta ári.

Í byrjun desember stigu forsvarsmenn Kastrup svo skrefið til móts við kúnnana sína og hættu að rukka fyrir aðgang að nettengingu hússins. Hér eftir geta því allir farið á netið í símanum sínum eða tölvu án þess að borga krónu. Reyndar fylgir sú kvöð að fólk skrái sig í fríðindaklúbb flugvallarins, CPH advantage. Meðlimir hans fá, auk nettengingar, upplýsingar um tilboð í verslunum og ýmislegt fleira.

LESTU LÍKA: Flugvellir sem hampa snjallsímum

Kaupmannahafnarflugvöllur er ekki sá fyrsti í Danmörku til að bjóða uppá þessa þjónustu ókeypis því í Billund borgar fólk heldur ekki fyrir hana. Til samanburðar þá kostar klukkutími á neti Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 490 krónur.

Til að komast frítt á netið á Kastrup þarf að velja CPH Hotspot kerfið.

NÝJAR GREINAR: Óstundvísi algengari hér en í nágrannalöndunumBestu verslunarborgir Evrópu

Mynd: CPH