Frítt net í Flugrútunni

Nú geta þeir sem taka rútuna út á flugvöll nýtt tímann á leiðinni út eftir á netinu án þess að borga fyrir það.

Nærri því sex af hverjum tíu taka tölvuna með sér í utanlandsferðina samkvæmt lesendakönnun Túrista. Það eru því fjölmargir hér á landi sem stinga fartölvunni ofan í tösku áður en lagt er í hann út á völl. Þeir sem fara þangað með rútu geta tekið upp þetta þarfaþing og skipulagt ferðalagið eða sinnt vinnunni um borð því nú boðið er uppá þráðlaust netsamband í öllum bílum Kynnisferða, þar á meðal Flugrútunni. Aðgangurinn og niðurhal er farþegunum að kostnaðarlausu.

Að sögn Kristjáns Daníelssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins var meðal annars ákveðið að netvæða alla bíla þess til að koma til móts við auknar kröfur viðskiptavina um fleiri og betri vörur.

TENGDAR GREINAR: Frítt net á KastrupMeirihlutinn tekur tölvuna með sér í utanlandsferðina
NÝJAR GREINAR: Stærsta völundarhús í heimi og landsins bestu kartöflurFerðaminningar Bryndísar Björgvinsdóttur

Mynd: Kynnisferðir