Mest lesnu Túristagreinar ársins

Strangt eftirlit með skóm í Keflavík og stundvísi flugfélaganna var meðal þess efnis sem lesendur Túrista sýndu mestan áhuga í ár. Hér eru þær tíu greinar sem voru vinsælastar.

Vegvísir Túrista fyrir Kaupmannahöfn var sá vinsælasti meðal lesenda síðunnar.
Á flugvöllum nágrannalandanna ganga flestir farþegar í gegnum öryggisleitina án þess að þurfa að fara úr skónum. Í Keflavík eru hins vegar allir skór skannaðir líkt og Túristi vakti athygli á í sumar. Sú frétt var mest lesna grein ársins á síðunni eins og sjá má á listanum hér að neðan.

Verðkannanir á flugvélamat og fargjöldum, fréttir af Íslandsflugi erlendra flugfélaga og stundvísi þeirra innlendu voru einnig meðal þess efnis sem helst var lesið sem og ferðaminningar nokkurra þjóðþekktra einstaklinga.

Vinsælustu greinar ársins:

Vegvísar Túrista njóta einnig mikilla vinsælda hjá lesendum síðunnar og sér í lagi sá sem fjallar um Kaupmannahöfn. Barcelona er í öðru sæti og París í því þriðja. Á næsta ári bætast fleiri vegvísar við þá fimm sem fyrir eru.

Mynd: Túristi