Roksala á Íslandsferðum í Noregi

Íslandsflug lággjaldaflugfélagsins Norwegian fær mjög góðar móttökur.

Þúsundir farmiða hafa nú þegar verið seldir í flug norska flugfélagsins Norwegian milli Óslóar og Reykjavíkur í sumar. Tveimur vikum eftir að sala hófst. Talskona fyrirtækisins segir í samtali við Túrista að sjaldan hafi viðtökurnar við nýjum áfangastað verið jafn góðar í sögu félagsins og þetta sé langt umfram þær væntingar sem forsvarsmenn þess höfðu til vinsælda Íslandsflugsins. Það eru Norðmenn á leið hingað til lands sem hafa keypt stærstan hluta farseðlanna. Íslendingar búsettir í Noregi teljast væntanlega með í þeim hópi.

Þrátt fyrir þessar góðu sölu segir talskonan of snemmt að segja til um hvort Norwegian muni halda flugi hingað til lands áfram eftir sumarvertíðina.

Icelandair flýgur daglega á milli Keflavíkur og Óslóar allt árið um kring og SAS fjórum sinnum í viku yfir háveturinn en annars á hverjum degi. Norwegian mun bjóða uppá þrjár ferðir í viku.

TENGDAR GREINAR: Norwegian hefur áætlunarflug hingað
NÝJAR GREINAR: Fríhöfnin hér ódýrustTilboð á gistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Norwegian.com