Samfélagsmiðlar

Stærsta völundarhús heims og landsins bestu kartöflur

Lítil eyja fyrir ratvísa matgæðinga á ferðalagi um Jótland.

Það er fátítt að fólk villist á ferðalagi um litlar eyjur. Það getur hins vegar auðveldlega gerst á dönsku eyjunni Samsø því þeir sem hætta sér inn í sex hektara birkiskóg nyrst á eyjunni gætu verið í slæmum málum. Þessi skógur er nefnilega stærsta völundarhús í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness.

Þess skal þó getið að allir sem farið hafa í skógarferð á þessum slóðum hafa skilað sér heim. Því vel er passað upp á alla tuttugu þúsund göngugarpana sem láta reyna á ratvísi sína í völundarhúsinu á hverju sumri. Göngutúrinn í gegnum skóginn tekur hátt í klukkutíma og þarf að greiða 55 danskar krónur fyrir aðganginn.

Kartöflumatur

Það eru ekki bara ratleikir sem laða ferðafólk að þessari fallegu eyju úti fyrir ströndum Jótlands. Matarkúltúr eyjaskeggja er nefnilega rómaður um allt ríki Margrétar Þórhildar og þá sérstaklega kartöflurnar. Bændur á Samsø eru líka fyrstir til að taka upp á sumrin og seljast þá bílfarmar af þessum nýju dönskum kartöflum. Þeir sem eru á ferð um eyjuna ættu því að þefa uppi veitingahús sem selja klassíska rétti en láta skyndibitann bíða betri tíma. Samsø kartöflurnar eru líka virkilega góðar kaldar, þá þunnt sneiddar ofan á rúgbrauð með majónesi og graslauk. Réttur sem Danir kalla kartoffelmad.

Ferjur frá Sjálandi og Jótlandi

Almenningssamgöngur eru til fyrirmyndar í Danmörku og ferjusiglingar því tíðar út í Samsø bæði frá austurströnd Jótlands og Sjálandi. Það er því lítið mál að fara þangað í dagsferð eða gista í eina eða tvær nætur.

Jótland liggur vel við höggi hjá íslenskum ferðamönnum á sumrin því þrjú fyrirtæki fljúga beint til Billund flugvallar yfir háannatímann. Iceland Express, Icelandair og Heimsferðir í samstarfi við Primera Air.

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Fallegasta þorpið í Danmörku
NÝJAR GREINAR:
Ferðaminningar Bryndísar BjörgvinsdótturVið höfum úr mestu að moða í Þýskalandi

Myndir: Samsø labyrint – Danmark Media Center

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …