Samfélagsmiðlar

Stærsta völundarhús heims og landsins bestu kartöflur

Lítil eyja fyrir ratvísa matgæðinga á ferðalagi um Jótland.

Það er fátítt að fólk villist á ferðalagi um litlar eyjur. Það getur hins vegar auðveldlega gerst á dönsku eyjunni Samsø því þeir sem hætta sér inn í sex hektara birkiskóg nyrst á eyjunni gætu verið í slæmum málum. Þessi skógur er nefnilega stærsta völundarhús í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness.

Þess skal þó getið að allir sem farið hafa í skógarferð á þessum slóðum hafa skilað sér heim. Því vel er passað upp á alla tuttugu þúsund göngugarpana sem láta reyna á ratvísi sína í völundarhúsinu á hverju sumri. Göngutúrinn í gegnum skóginn tekur hátt í klukkutíma og þarf að greiða 55 danskar krónur fyrir aðganginn.

Kartöflumatur

Það eru ekki bara ratleikir sem laða ferðafólk að þessari fallegu eyju úti fyrir ströndum Jótlands. Matarkúltúr eyjaskeggja er nefnilega rómaður um allt ríki Margrétar Þórhildar og þá sérstaklega kartöflurnar. Bændur á Samsø eru líka fyrstir til að taka upp á sumrin og seljast þá bílfarmar af þessum nýju dönskum kartöflum. Þeir sem eru á ferð um eyjuna ættu því að þefa uppi veitingahús sem selja klassíska rétti en láta skyndibitann bíða betri tíma. Samsø kartöflurnar eru líka virkilega góðar kaldar, þá þunnt sneiddar ofan á rúgbrauð með majónesi og graslauk. Réttur sem Danir kalla kartoffelmad.

Ferjur frá Sjálandi og Jótlandi

Almenningssamgöngur eru til fyrirmyndar í Danmörku og ferjusiglingar því tíðar út í Samsø bæði frá austurströnd Jótlands og Sjálandi. Það er því lítið mál að fara þangað í dagsferð eða gista í eina eða tvær nætur.

Jótland liggur vel við höggi hjá íslenskum ferðamönnum á sumrin því þrjú fyrirtæki fljúga beint til Billund flugvallar yfir háannatímann. Iceland Express, Icelandair og Heimsferðir í samstarfi við Primera Air.

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Fallegasta þorpið í Danmörku
NÝJAR GREINAR:
Ferðaminningar Bryndísar BjörgvinsdótturVið höfum úr mestu að moða í Þýskalandi

Myndir: Samsø labyrint – Danmark Media Center

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …