Stundvísitölur: Auknar tafir á flugi

Helmingur flugferða Iceland Express til og frá landinu hélt ekki áætlun

Í fyrri hluta nóvember voru flestar brottfarir Icelandair og Iceland Express frá Keflavík á tíma. Staðan breyttist hins vegar til hins verra á seinni helmingnum og sérstaklega hjá Iceland Express. Þá fóru 63 prósent ferða félagsins á réttum tíma en hlutfallið var 86 prósent á fyrri hluta mánaðarins. Komutímar stóðust í rúmlega þriðjungi tilvika.

Hjá Icelandair fóru flugin iðulega samkvæmt áætlun en komum seinkaði oftar eins og sjá má í töflunni hér að neðan.

Þess ber að geta að komutímar flugfélaganna 20.nóvember eru ekki með í útreikningunum vegna mistaka.

Stundvísitölur Túrista, 16. til 30. nóvember (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta nóvember).

16. – 30. nóv.Hlutfall brottfara á tímaMeðalseinkun brottfaraHlutfall koma á tíma
Meðalseinkun komaHlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair84% (93%)3 mín (1 mín)68% (85%)8 mín (2 mín)76% (88%)5 mín (2 mín)
Iceland Express63% (86%)12 mín (21 mín)36% (62%)28 mín (14 mín)50% (74%)

20 mín (17 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru meira en stundarfjórðungur.

NÝJAR GREINAR: Meirihlutinn vildi morgunmat og nú er hann ókeypisFerðaminningar MugisonsÞetta kostar maturinn um borð
TENGDAR GREINAR: Stundvísitölur: Iceland Express lætur bíða eftir sér

Mynd: Túristi