Tilboð á gistingu í Kaupmannahöfn

Tvö tilboð fyrir þá sem eru á leið til Kaupmannahafnar og vantar hótel.

Íslenskir ferðamenn eru alla jafna fjölmargir í Kaupmannahöfn og heimsóknum okkar þangað hefur fjölgað aftur eftir þónokkra lægð í kjölfar hrunsins.

Tvö hótel í gömlu höfuðborginni bjóða lesendum Túrista sérstök kjör.

10 prósenta afsláttur

Ódýrara hótelið heitir Hotel Sct. Thomas og er að finna rétt fyrir utan miðborg Kaupmannahafnar, við eina fallegustu götu borgarinnar Frederiksberg Allé. Þar skammt frá er að finna helstu sælkeragötu bæjarins, Værnedamsvej þannig að staðsetning er góð þó taka verði strætó í átt að Strikinu eða labba í tuttugu mínútur eða svo.

Eins manns herbergi á þessu þriggja stjörnu hóteli kosta frá 525 dönskum (um 11 þúsund íslenskar) og tveggja manna 645 danskar (um 14 þúsund íslenskar). Lesendur Túrista fá svo 10 prósent afslátt á gistingunni með því að skrifa heiti síðunnar í bókunarformið á heimasíðu hótelsins. Sjá nánar hér.

Frír 2000 króna morgunmatur

Rétt við Ráðhústorgið stendur virðuleg bygging sem hýsir hið nýuppgerða Hotel Kong Frederik. Staðsetningin er því mjög góð og ekki er það verra að nýlega er búið að taka allt innahúss í gegn. Veitingastaður hótelsins var opnaður uppá nýtt í síðasta mánuði og þar er gert út á klassíska ítalska rétti. Morgunmatur hótelsins er borinn á borð á þessum ítalska stað og það er einmitt morgunverðarhlaðborðið, sem kostar 100 danskar á mann, sem lesendur Túrista fá í kaupbæti þegar þeir bóka gistinguna beint á heimasíðu hótelsins. En verðin á heimasíðunni eiga að vera þau lægstu sem hægt er að finna.

Ódýrstu herbergin á Hotel Kong Frederik eru á rétt tæpar 800 danskar (um 17 þúsund íslenskar) en eru alla jafna nær þúsund dönskum eða meira. Hér má sjá hvernig bóka á tilboðið.

TENGDAR GREINAR: 5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Köben
NÝJAR GREINAR: Bestu verslunarborgir Evrópu

Mynd: Hotel Kong Frederik