Veldu þér sessunaut um borð

Með hjálp Facebook geta þeir sem ferðast einir valið sér sæti við hliðina á fólki sem þeim þykir áhugavert.

Það hafa sennilega langflestir lent í því að sitja við hliðina á pirrandi fólki í flugvél. En brátt geta þeir sem eru einir á ferð og fljúga með hollenska flugfélaginu KLM valið sér sæti við hliðina á fólki sem þeir telja sig eiga eitthvað sameiginlegt með eða vilja kynnast. Hugmyndin er sú að farþegarnir gefi flugfélaginu aðgang að þeim upplýsingum sem um það er að finna á síðum eins og Facebook og Twitter í von um að fá sessunaut sem varið er í.

Enn sem komið er vilja forsvarsmenn KLM lítið tjá sig um þess nýju þjónustu sem stendur til að kynna eftir áramót og hlotið hefur heitið Meet & Seat samkvæmt frétt The Telegraph.

TENGDAR GREINAR: Þetta kostar maturinn um borð
NÝJAR GREINAR: 10 ódýrustu lyftukortin í Ölpunum

Mynd: tatto.be/Creative Commons