Verður einn af fimm vinsælustu ferðamannastöðunum

Bláa hnettinum, nýju sjávardýrasafni í Kaupmannahöfn, er spáð mikilli hylli.

Stærsta sædýrasafn í Norður-Evrópu verður opnað í Kaupmannahöfn eftir eitt og hálft ár. Forsvarsmenn þess eru brattir og telja næsta víst að gestirnir verði það margir að fáir staðir í Danmörku geti státað af öðru eins. Í dag er það Tívolí í Kaupmannahöfn sem tekur á móti flestum gestum.

Á sædýrasafninu verða sextíu mismunandi stór fiskabúr og líka færeyskt fuglabjarg. Á botni stærsta kersins verður komið fyrir göngum sem gestirnir geta farið í gegnum og um leið fylgst með hákörlum og skötum á sundi.

TENGDAR GREINAR: 5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Köben
NÝJAR GREINAR: Tilboð á gistingu í Kaupmannahöfn Ekki svo einfalt með Easy Jet

Mynd: Danmarks Akvarium