20 vinsælustu ferðamannastaðirnir

Tæplega fjörtíu milljónir manna litu við á Times Square í New York. Enginn annar staður nýtur meiri hylli. Hér eru þeir tuttugu vinsælustu í heiminum.

Miðasölustjórinn í Disney World í Orlando veit líklega upp á hár hversu margir heimsækja skemmtigarðinn. Það sama verður ekki sagt um þá sem líta eftir Times Square í New York eða basarnum í Istanbúl. Þrátt fyrir það er hér að finna upptalningu á þeim stöðum sem löðuðu til sín flesta gesti árið 2010. Listinn er byggður á opinberum tölum og var hann tekinn saman af starfsmönnum ferðablaðsins Travel+Leisure.

20 vinsælustu ferðamannastaðirnir og fjöldi gesta árið 2010:

 1. Times Square í New York: 39,200,000
 2. Central Park í New York: 38,000,000
 3. Union Staion í Washington: 37,000,000
 4. Las Vegas Strip: 29,467,000
 5. Niagara Falls, New York og Ontario: 22,500,000
 6. Grand Central í New York: 21,600,000
 7. Faneuil Hall markaðurinn í Boston: 18,000,000
 8. Disney world í Orlando: 16,972,000
 9. Disneyland Park í Anaheim: 158,980,000
 10. Grand Bazaar í Istanbúl: 15,000,000
 11. Tokyo Disneyland: 14,452,000
 12. Pier 39 í San Francisco: 14,000,000
 13. Notre Dame í París: 13,650,000
 14. Golden Gate Park í San Francisco: 13,000,000
 15. Forboðna borgin í Peking: 12,830,000
 16. Disneyland í Frakklandi: 10,500,000
 17. Sacré Coeur í París: 10,500,000
 18. Tsim Sha Tsui í Hong Kong: 10,088,493
 19. Viktoria Peak í Hong Kong: 10,088,493
 20. Pike Place markaðurinn í Seattle: 10,000,000

Listi Travel+Leisure nær reyndar alveg niður í sæti niður í fimmtíu og geta áhugasamir kynnt sér hann nánar þar.

TENGDAR GREINAR: Times Square og Central Park verða reyklaus svæðiEinföld gisting í flottum umbúðum í New York
NÝJAR GREINAR: New York á útsöluVinsælasta ferðamannaborgin í Bandaríkjunum

Mynd: Joe Buglewicz © NYC & Company