Ætlum að eyða meiru í utanlandsferðir

Það er útlit fyrir að reisurnar út fyrir landsteinana verði fleiri og dýrari í ár.

Sex af hverjum tíu ætla að verja meiru í utanlandsferðir sínar í ár en í fyrra. Þetta er niðurstaða lesendakönnunar Túrista sem rúmlega þrjú hundruð svör fengust í. Tæplega fjörtíu prósent sögðust ætla að nota minna fé í ferðalög til útlanda á þessu ári en því síðasta.

Undanfarin tvö ár hefur fjöldi íslenskra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli aukist um rúmlega fimmtán prósent á milli ára samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Það er þó töluvert í að ferðagleði okkar verði álíka og hún var árið 2008.

NÝJAR GREINAR: Svona minnkar þú líkurnar á að veikjast í flugvél
TENGDAR GREINAR: Gistinóttum okkar í Köben fjölgar um þriðjung

Mynd: Túristi