Besta flugfélagið þriðja árið í röð

Ríkisflugfélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna var valið það besta í heimi á einskonar óskarsverðlaunahátíð ferðaiðnaðarins í gær. Flugvöllurinn í Singapúr þykir sá fremsti.
Etihad, ríkisflugfélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna, var í gær kjörið besta flugfélag í heimi. Þetta er þriðja árið í röð sem félagið fær flest atkvæði í kosningu World Travel Awards sem starfsfólk í ferðaþjónustunni greiðir atkvæði í. Fyrsta farrými Etihad var jafnframt valið það besta í heimi.

Í flokki lággjaldaflugfélaga bar hið breska Easy Jet sigur úr býtum og enginn flugvöllur í heiminum þykir jafnast á við Changi í Singapúr.

Það var Lufthansa sem hlaut verðlaunin í flokki evrópskra flugfélaga og flugvöllurinn í Zurich þykir skara fram úr í álfunni.

NÝJAR GREINAR: 20 vinsælustu ferðamannastaðirnirVökvabannið er vonandi að renna sitt skeið á enda

Mynd: Etihad