Farþegum fjölgaði mest hér á landi

Ferðagleði Norðurlandabúa var mikil í fyrra og flugfarþegum fjölgaði mikið. Hvergi þó meira en hér á landi.

Umferðin um stærstu flugvelli Norðurlanda var mikil á síðasta ári. Á Keflavíkurflugvelli voru farþegarnir rúmlega tvær milljónir og fjölgaði þeim um 17,9 prósent. Litlu minni var aukningin í Helsinki.

Um Kastrup í Kaupmannahöfn fóru flestir eða nærri tuttugu og þrjár milljónir farþega. Þar var aukningin hins vegar minnst eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan sem byggð er á tölum frá flugvöllunum sjálfum:

Flugvöllur Fjöldi farþega 2011 Aukning í %
1. Keflavíkurflugvöllur 2,1 milljón 17,9%
2. Vantaa í Helsinki 14,9 milljónir 15,5%
3. Arlanda í Stokkhólmi 19,1 milljón 12%
4. Gardermoen í Ósló 21,1 milljón 10,5%
5. Kaupmannahafnarflugvöllur 22,3 milljónir 5,7%

 

 

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Mesta aukningin á Keflavíkurflugvelli
NÝJAR GREINAR: Frítt fyrir nýjar flugleiðirFlugferðum fjölgar um fimm prósent

Mynd: Wikicommons