Ferðalag ferðatöskunnar án okkar

Við skilum af okkur töskunum við innritunarborð og sjáum þær næst á farangursbelti í flugstöð í allt öðru landi. Hér er það sem gerist í millitíðinni.

Það er oftast léttir að losna við töskurnar á flugstöðinni og geta haldið ferðalaginu áfram án þeirra. Alla vega þar til að komið er á áfangastað.

Það sem tekur við hjá farangrinum eftir að við höfum sett hann á vigtina við innritunarborðið er flestum flugfarþegum hulin ráðgáta. Við vitum bara að hann skilar sér, langoftast, til okkar nokkrum tímum síðar á flugvelli langt frá þeim sem við kvöddum hann á.

Þeir sem fljúga með bandaríska félaginu Delta og þykir þessi aðskilnaður við töskurnar erfiður geta nú fengið upplýsingar um ferðalag þeirra sendar í símann sinn fyrir og eftir flug. Til að kynna þessa nýju þjónustu útbjó félagið þetta myndband hér að neðan þar sem sjá má hvernig farið er með töskurnar eftir að við látum þær af hendi.

http://www.youtube.com/watch?v=ocbxS5aWUSo

TENGDAR GREINAR: Rukka sextán þúsund fyrir aukatöskur
NÝJAR GREINAR: Aðeins annað hvert flug á réttum tímaFrítt net í Flugrútunni

Mynd: David Masters/Creative Commons