Flug­ferðum fjölgar um fimm prósent

Framboð á flugi frá landinu eykst lítil­lega í sumar frá því síðasta þrátt fyrir tilkomu fjög­urra nýrra félaga. Nýju áfanga­stað­irnir verða tveir.

Tvær af hverjum þremur brott­förum frá Kefla­vík­ur­flug­velli í sumar verða á vegum Icelandair. Félagið er lang­stærsta flug­fé­lagið hér á landi. Iceland Express er annað umsvifa­mesta fyrir­tækið í milli­lands­flugi því rúmlega tíunda hver vél sem tekur á loft frá Keflavík í júlí er merkt félaginu. Vægi þess hefur þó minnkað tölu­vert frá síðasta sumri þegar það stóð fyrir nærri því fjórðu hverji ferð.

Þessi samdráttur hjá fyrir­tækinu er helsta ástæða þess að flugum fjölgar aðeins um tæplega fimm prósent í júlí, í saman­burði við sama tíma í fyrra, þrátt fyrir tilkomu fjög­urra nýrra flug­fé­laga og aukinna umsvifa hjá Icelandair.

Vægi nýju félag­anna Easy Jet, Norwegian og Primera Air er lítið en Wow Air verður þriðji stærsti aðilinn í milli­landa­flugi eins og sjá má á töfl­unni hér að neðan sem byggð er á upplýs­ingum af heima­síðu Kefla­vík­ur­flug­vallar og fyrir­tækj­anna sjálfra.

 

Saman­burður á fjölda brott­fara á viku frá Kefla­vík­ur­flug­velli í júlí 2011 og 2012:

Flug­félag Brott­farir á viku 2011 Vægi Brott­farir á viku 2012 Vægi
Icelandair 183 64% 203 67,5%
Iceland Express 69 24% 32 11%
Wow Air - - 23 8%
Air Berlin 10 4% 10 4%
SAS 6 2% 6 2%
Delta 5 1,5% 5 1,5%
Luft­hansa 4 1,5% 4 1%
German Wings 3 1% 3 1%
Easy Jet - - 3 1%
Norwegian - - 3 1%
Air Green­land 2 0,5% 2 0,5%
Niki 2 0,5% 2 0,5%
Transavia 2 0,5% 2 0,5%
Primera Air 2 0,5% 2 0,5%
Samtals ferðir 286 300

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Denver og Lyon eru nýju nöfnin

Í ár bætast tveir áfanga­staðir við listann yfir þá staði sem flogið er beint til frá Keflavík. Fyrst er það Denver í Banda­ríkj­unum en Icelandair flýgur þangað fjórum sinnum í viku frá og með vorinu. Lyon í Frakklandi verður líka í fyrsta skipti valmögu­leiki fyrir íslenska flug­far­þega þegar Wow Air hefur starfs­semi í sumar­byrjun. Að auki bjóða ferða­skrif­stof­urnar upp á ferðir til staða sem ekki eru hluti af sumar­dag­skrá flug­fé­lag­anna.

NÝJAR GREINAR: Vinsæl­ustu ferða­mannastað­irnirVökv­abannið vonandi að renna sitt skeið á enda

Mynd: Túristi