Flughræddir ættu ekki horfa

Myndband af flugvélum dansa í vindhviðum við flugvöllinn í Dusseldorf.

Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum þeirra sem ferðast hafa til og frá landinu í vikunni. Það þarf þó mikið til svo millilandaflug liggi niðri því flugvélar og flugstjórar ráða við næstum hvað sem er eins og þetta myndband hér að neðan sýnir. Það er tekið upp í hvassviðri, 18 metrum á sekúndu, við flugvöllinn í Dusseldorf í Þýskalandi. Þar sést vel hvernig mikill hliðarvindur blæs vélunum til og frá en þó var engin ástæða til að slá af því umferðin á flugbrautinni er mikil þrátt fyrir veðurofsann.

Þeir flugfarþegar sem halda alla jafna niðri í sér andanum í flugtaki og lendingu ættu kannski ekki að spila myndskeiðið.

NÝJAR GREINAR: Hóteltékk: Hotel Story í Stokkhólmi