Frí nettenging fyrir þá sem ferðast neðanjarðar

Þeim fjölgar sífellt stöðunum þar sem ferðamenn geta notað snjallsímana sína án þess að borga krónu.

Það getur verið rándýrt að tengjast netinu í gegnum snjallsíma í útlöndum. Þess vegna ráðleggja sum símafyrirtæki viðskiptavinum sínum frá því að nota símana til annars en að hringja og senda skilaboð þegar þeir eru í útlöndum. Þessi nýju símar geta þó reynst túristum ákaflega vel og því er það ánægjulegt að þeim fjölgar hratt stöðunum þar sem hægt er að komast á netið án þess að borga krónu.

Í sumar verður stigið stórt skref í áttina að ókeypis netsambandi í Lundúnum þegar farþegar neðanjarðarlesta borgarinnar geta tengst netinu sér að kostnaðarlausu á öllum lestarstöðvum neðanjarðarkerfisins. Tilraunir hafa staðið yfir síðustu mánuði og nú er verið að koma fyrir nauðsynlegum búnaði á stöðvunum samkvæmt frétt The Telegraph.

TENGDAR GREINAR: Frítt net í FlugrútunniRúm sextíu prósent fara aldrei á netið í útlöndum
NÝJAR GREINAR: Mest seldu vörurnar í Fríhöfninni

Mynd: Visit Britain