Haustið er tíminn fyrir borgarferðir

Heppilegasti árstíminn fyrir stuttar borgarferðir eru haustin en sumrin henta síst fyrir þessa háttar reisur.

Sumrin eru lengri víðast hvar en hér á landi. Í október geta Parísarbúar því gengið um nokkuð léttklæddir og í Kaupmannahöfn er ekki óalgengt að fleiri sitja úti en inni á kaffihúsunum þó laufin séu byrjuð að falla. Á sama tíma er veðrið óútreiknanlegt hér.

Þess vegna þarf ekki að koma á óvart að flestir lesendur Túrista segjast helst kjósa að fara í stuttar borgarferðir á haustin eða 43,5 prósent af þeim sem kusu í netkönnun síðunnar. Hátt í sex hundruð svör fengust í könnuninni.

Vorin eru einnig vinsæl og þriðjungur þátttakanda kýs að taka forskot á sumarið í útlöndum. Fimmti hver lesandi er hins vegar á því að best sé að stinga af á veturna. Sumrin fengu aðeins fimm prósent atkvæða en það er líka sá árstími sem flestir nota til lengri ferðalaga.

Næst spyr Túristi: Er líklegra að þú farir í utanlandsferð sumarsins á eigin vegum eða með ferðaskrifstofu? Vinsamlegast svarið hér hægra megin.

TENGDAR GREINAR: Flórens freistar flestra
NÝJAR GREINAR: Flugferðum fjölgar um fimm prósent

Mynd: Paris info