Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Story Hotel í Stokkhólmi

Hrár stíll, þægileg rúm og framúrskarandi staðsetning. Gott hótel í ódýrari kantinum fyrir þá sem eru til í að fórna hlýleikanum fyrir nýmóðins hótel miðsvæðis í Stokkhólmi.

 

Í gömlu fjölbýlishúsi, rétt við Stureplan í miðborg Stokkhólms, er að finna nýlegt hótel í ódýrari kantinum. Alla vega á sænskan mælikvarða. Þar sjá gestirnir sjálfir um að tékka sig inn því ekkert lobbý er á staðnum. En þó starfsfólkið er ekki áberandi þegar komið er inn á hótelið er lítið mál að fá þjónustu eins og fólk á að venjast frá hefðbundnari gististöðum.

Innréttingarnar eru frekar einfaldar og lýsingin af skornum skammti. Hótelið er því ekki sérstaklega vinalegt og er líklegra til að hitta í mark hjá yngri fólki en því eldra.

Herbergin

Þeir hótelgestir sem aðeins gera kröfu um að herbergin séu hrein, rúmið þægilegt og sturtuhausin stór fá sínar óskir uppfylltar á Story hotel. Hins vegar vantar uppá hlýleikann því innréttingarnar eru hráar og stælóttar. Þannig eru höfuðgaflarnir gerðir úr gömlu hurðum og á veggjunum plaköt og myndir sem engin sérstök prýði er af.

Staðsetningin

Östermalm er eitt af fínustu hverfum Stokkhólms. Þar eru dýrar sérverslanir, fínir veitingastaðir og nokkur af bestu hótelunum. Hverfið er vel staðsett fyrir ferðamenn sem vilja hafa stutt í allar áttir. Það er örstutt í metróstöðina (T-bana) við Östermalmtorg frá hótelinu og breiðgatan Birger Jarlsgatan er á næsta horni. Það er þarf því ekki að fara langt til að fá borgina beint í æð. Eitt vinsælasta bakarí borgarinnar, Riddarbageriet, er í sömu götu og Story Hotel.

Til að komast á hótelið frá flugvellinum þarf að taka lest eða strætó frá aðallestarstöðinni sem flækir málið aðeins en á móti kemur að mun skemmtilegra er að búa í Östermalm en í nágrenni við aðallestarstöðina.

Maturinn

Morgunmaturinn er nokkuð hefðbundinn en þó með sænsku yfirbragði því boðið er uppá túbbukavíar og sænskt sætabrauð með kaffinu. Útsendari Túristi prófaði ekki veitingastað hússins.

Verðið

Stokkhólmur er einn af dýrustu ferðamannastöðum í heimi og hótelverðið er alla jafna nokkuð hátt. Á Story Hotel er hægt að fá tveggja manna herbergi á 1190 til 1500 sænskar sem er frekar vel sloppið fyrir svona góða gistingu miðsvæðis í borginni. Herbergin eru af öllum stærðum og gerðum og þau dýrustu kosta rúmlega fjögur þúsund sænskar. Þeir sem bóka beint á heimasíðu hótelins fá 150 króna inneign (um 3000 íslenskar krónur) til að nota á veitingastað hótelsins.

Story Hotel, Riddargatan 6, Stokkhólmi

TENGDAR GREINAR: Nú verður ódýrara að borða í Svíþjóð
NÝJAR GREINAR: Mest seldu vörurnar í Fríhöfninni

Mynd: Story Hotel

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …