Mest seldu vörurnar í Fríhöfninni

Íslenskar snyrtivörur seljast eins og heitar lummur í Fríhöfninni og jólabjórinn er meðal mest seldu áfengistegunda ársins þó sölutími hans sé stuttur.

Sælgæti og áfengi voru vinsælustu íslensku vörurnar í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Jólabjór frá Tuborg féll einnig í kramið hjá flugfarþegum og danska ölið var næst mest selda áfengistegundin á nýliðnu ári þó drykkurinn sé aðeins í búðunum undir lok árs.

Hinar íslensku EGF vörur njóta mestrar hylli meðal þeirra sem kaupa sér snyrtivörur á Keflavíkurflugvelli. Eins og sjá má á töflunum hér að neðan yfir mest seldu vörurnar í Fríhöfninni á nýliðnu ári í fjórum mismunandi flokkum.

10 vinsælustu íslensku vörurnar

 1. Víking bjórkippur, 50cl
 2. Egils Gull bjórkippur, 50cl
 3. Brennivín 50 cl
 4. Þristur 250 gr
 5. Reyka Vodka 1 lítri
 6. Iceland Spring E. 50cl
 7. Thule bjórkippur, 50cl
 8. Víking Lite bjórkippur, 50cl
 9. Freyju Djúpur 700 gr
 10. Kúlusúkk 300 gr

10 vinsælustu áfengistegundirnar

 1. Víking bjórkippur, 50 cl
 2. Tuborg jólabjór kippur, 33 cl
 3. Egils Gull bjórkippir, 50 cl
 4. Brennivín, 50 cl
 5. Reyka Vodka, 1 lítri
 6. Carlsberg kippur, 33 cl
 7. Iceland Spring E. 50cl.
 8. Thule bjórkippur, 50 cl
 9. Tuborg Grøn kippur, 50 cl
 10. Stella Artois bjórkippur, 33 cl

Smelltu hér til að sjá listana yfir mest seldu snyrtivörurnar og sælgætið