Nokkrar norskar nektarstrendur

Á góðum degi yfir hásumarið viðrar vel fyrir strandferðir í Noregi. Líka fyrir þá sem kjósa að vera allsberir. Hér listinn yfir þær baðstrendur í Noregi þar sem fólk sprangar um nakið.

Strandlengja Noregs mun vera sú næst lengsta í heimi og þar er að finna fjöldan af frambærilegum baðströndum. Þegar hitinn kemst í tuttugu gráður þá kæla heimamenn sig í Atlantshafinu og því er líf og fjör við sjávarsíðuna á fallegum sumardögum.

Sá hópur Norðmanna sem vill helst rífa sig úr öllum fötunum þegar svona vel viðrar á sín griðlönd meðfram strandlengjunni og þar geta ferðamenn líka notið sólarinnar klæðalausir.

Hér er listinn yfir þær strandir sem norskir nektrarsinnar hafa slegið eign sinni á samkvæmt frétt Aftenposten:

Ósló:
Huk, Svartkulp í Nordmarka, Langøyene og Kalvøya.

Gjøvik:
Glomstadbukta við Mjøsa

Tønsberg:
Skåtangen á Tjøme.

Larvik:
Roppestad við Farris-sjøen.

Fyresdal:
Stykkjevika

Kristiansand:
Søm

Lista:
Kviljoodden.

Jæren:
Orrestranda

Bergen:
Kollevågen.

Ålesund:
Mauren

Molde:
Hjertøya

TENGDAR GREINAR: Fyrsta gönguleiðin fyrir allsbera
NÝJAR GREINAR: Farþegum fjölgaði mest hér á landi

Mynd: Terje Rakke/Nordic life/www.visitnorway.com