Nú verður ódýrara að borða í Svíþjóð

Virðisaukaskattur á matsölustöðum í Svíþjóð lækkaði um helming um áramót. Veitingamenn trassa að prenta nýja matseðla.

Svíþjóð skipar alla jafna eitt af efstu sætunum á listum yfir dýrustu ferðamannalönd í heimi. Á því gæti orðið breyting á næstunni því virðisaukaskattur á veitingahús var lækkaður um áramót úr 25 prósent niður í tólf prósent. Með lækkuninni vonast stjórnvöld til að heimamenn verði duglegri við að fara út að borða og viðskiptin dafni á matsölustöðum.

Samkvæmt könnun Dagens Nyheter hafa margir veitingastaðir ekki enn lagað hjá sér verðin en á öðrum hafa prísarnir lækkað sem nemur skattabreytingunni og jafnvel gott betur.

TENGDAR GREINAR: Sjarmerandi hótel í Stokkhólmi
NÝJAR GREINAR: Haustið er tíminn fyrir borgarferðirFramboð á flugi eykst um fimm prósent

Mynd: Nicho Södling/imagebank.sweden.se