Stundvísitölur: Aðeins annað hvert flug á réttum tíma

Þeir sem áttu bókað far til og frá landinu í seinni hluta desember þurftu að sýna biðlund því aðeins um helmingur brottfara fór á tíma. Komutímar stóðust ennþá sjaldnar.

Kuldatíð síðustu vikna er líklega helsta ástæðan fyrir miklum töfum á millilandaflugi á seinni hluta nýliðins mánaðar. Þá fóru aðeins um helmingur véla Icelandair og Iceland Express frá landinu á réttum tíma. Álíka hlutfall af ferðum Icelandair til Keflavíkur stóðst áætlun.

Komutímar Iceland Express héldu næstum aldrei og biðin eftir vélum þess var að jafnaði rúmur klukkutími eins og sjá má á töflunni hér að neðan.

Mikill munur er á umsvifum fyrirtækjanna tveggja yfir háveturinn því ferðir Icelandair eru um fimm sinnum fleiri en hjá Iceland Express.

Stundvísitölur Túrista, 16. til 31. desember (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta desember).

16. – 31. des. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 52% (67%) 19 mín (10 mín) 43% (55%) 19 mín (12 mín) 47% (61%) 19 mín (11 mín)
Iceland Express 44% (75%) 32 mín (6 mín) 3% (28%) 64 mín (16 mín) 23% (51%)

49 mín (11 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

NÝJAR GREINAR: Mest lesnu Túristagreinar ársins
TENGDAR GREINAR: Farþegar Iceland Express eiga rétt á fari með öðrum flugfélögum

Mynd: Túristi