Stundvísitölur: Millilandaflug oftar á réttum tíma

Síðustu tvær vikur nýliðins árs var innan við helmingur af flugferðum til og frá landinu á tíma. Flugfarþegar hafa sem betur fer ekki þurft að bíða eins oft í upphafi árs.

Nærri sjö af hverjum tíu vélum Iceland Express og Icelandair fóru í loftið á réttum tíma á fyrsta hálfa mánuði ársins.

Komutímar stóðust hins vegar ekki eins oft eða í um helmingi tilvika hjá Icelandair og fjórða hvert skipti hjá Iceland Express. Tafirnar voru þó alla jafna mjög stuttar eins og sjá má á töflunni hér að neðan.

Flugferðir Icelandair til og frá Keflavík voru um sex sinnum fleiri en hjá Iceland Express á tímabilinu.

 

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. janúar (í sviga eru niðurstöður seinni hluta desember).

1. – 15. jan. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 69% (52%) 11 mín (19 mín) 54% (43%) 12 mín (19 mín) 62% (47%) 11 mín (19 mín)
Iceland Express 69% (44%) 3 mín (32 mín) 23% (3%) 16 mín (64 mín) 46% (23%)

10 mín (49 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

NÝJAR GREINAR: Flugferðum fjölgar um 5 prósentFarþegum fjölgaði mest hér á landi
TENGDAR GREINAR: Stundvísitölur: Aðeins annað hvert flug á tíma

Mynd: Túristi