Uppáhalds borgir erlendra ferðamanna

Þó London taki á móti fleiri útlendingum en aðrar evrópskar borgir á hún langt í land með að komast á topp heimslistans yfir þá staði sem fá flestar heimsóknir frá útlöndum.

Hong Kong eru sú borg sem fær flesta erlenda ferðamenn eða tæplega tuttugu milljónir á ári. Litlu færri koma við í Singapúr og London er í þriðja sæti á lista Euromonitor yfir þær borgir sem laða til sín flesta erlenda gesti. Í frétt Vg.no um málið kemur fram að ástæðan fyrir þessum mikla fjölda útlendinga í Hong Kong er meðal annars sú að gestir frá Kína teljast ekki sem heimamenn.

Sterk staða tyrknesku borgarinnar Antalya vekur athygli en miklar vinsældir hennar meðal Rússa mun vera aðalskýringin á að hún kemst í sjötta sætið. Ofar en París og New York.

Þær borgir sem taka á móti flestum erlendum ferðamönnum, fjöldi árið 2010 er í sviga:

 1. Hong Kong (19.973.000)
 2. Singapúr (18.297.000)
 3. London (14.581.000)
 4. Macau (13.098.000)
 5. Bangkok (10.984.000)
 6. Antalya (10.641.000)
 7. Kuala Lumpur (10.351.000)
 8. New York (8.961.000)
 9. París (8.176.000)
 10. Istanbúl (8.124.000)
 11. Dubai (7.752.000)
 12. Mekka (6.122.000)
 13. Miami (6.003.000)
 14. Róm (5.620.000)
 15. Shanghai (5.397.000)
 16. Barcelona (5.160.000)
 17. Las Vegas (5.130.000)
 18. Kaíró (4.998.000)
 19. Peking (4.901.000)
 20. Los Angeles (4.550.000)
 21. Pattaya (4.430.000)
 22. Amsterdam (4.021.000)
 23. Tokýó (3.817.000)
 24. Prag (3.758.000)
 25. Moskva (3.740.000)
 26. Phuket (3.612.000)
 27. Dublin (3.587.000)
 28. Punta Cana (3.521.000)
 29. Vín (3.520.000)
 30. Madríd (3.402.000)

NÝJAR GREINAR: Hóteltékk: Story Hotel í Stokkhólmi
TENGDAR GREINAR: Vinsælustu ferðamannastaðirnir

Heimild: Euromonitor
Mynd: Wikicommons