Við fáum meira frí í ár

Rauðu dögunum fjölgar frá því í fyrra og það verður auðveldara að fara í langt frí í kringum næstu jól en þau síðustu. Það er því tilvalið að stinga af til útlanda á næstunni.

Fyrsti maí var á sunnudegi í fyrra og sumardagurinn fyrsti á skírdegi. Í þokkabót var jólafríið örstutt. Við fórum því á mis við nokkra frídaga á nýliðnu ári. Sem betur fer verða næstu tólf mánuðir hliðhollari launþegum en vinnuveitendum og næg tækifæri til að fara í langt helgarleyfi eða jólafrí án þess að vera lengi frá vinnu.

Fjórar langar helgar í vor

Sumardagurinn fyrsti er stuttu eftir páska í ár eða fimmtudaginn nítjánda apríl. Sú helgi er sú fyrsta af fjórum í vor þar sem hægt er komast til útlanda í nokkra daga og nota aðeins einn af orlofsdögunum. Hinar helgarnar eru í kringum 1. maí, uppstigningardag og hvítasunnu. Páskahelgin í byrjun apríl liggur að sjálfsögðu einnig vel við höggi.

Almennilegt jólafrí

Þeir sem eru snöggir til að biðja vinnuveitandann um leyfi 27. og 28. desesember geta tekið sér ellefu daga hlé frá vinnu yfir hátíðarnar. Sá sem ætlaði að leyfa sér annað eins á síðasta ári þurfti að fá frí í sex daga. Langt jólafrí er því mun raunhæfari kostur í ár en í fyrra.

Eins og sést er árið 2012 kjörið ferðaár, alla vega með hliðsjón af öllum frídögunum.

NÝJAR GREINAR: Ferðalag ferðatöskunnar án okkar
TENGDAR GREINAR: Ætlum að eyða meiru í utanlandsferðir

Mynd: © NYC & Company