Vökvabannið er vonandi að renna sitt skeið á enda

Í nærri sex ár hafa flugfarþegar þurft að ferðast með drykki og snyrtivörur í litlum umbúðum. Unnið er hörðum höndum að þróun nýrrar tækni svo hægt verði að leggja af þetta seinvirka eftirlit.

Frá árinu 2006 hafa flugvallarstarfsmenn þurft að passa upp á að enginn fari í gegnum öryggisleitina með vökva í umbúðum sem eru stærri en 100 millilítrar. Þessi regla hefur hægt á eftirlitinu og víða hefur þurft að fölga starfsfólki í vopnaleitinni.

Vökvabannið rennur út í lok apríl á næsta ári og samkvæmt frétt danska blaðsins Politiken standa vonir til að leitartæki sem finna sprengiefni í vökva verði tilbúin snemma á næsta ári. Ef það tekst þarf ekki að framlengja bannið. Í framhaldinu gætu því farþegar tekið með sér sjampó í stórum brúsum og vínflöskur í handfarangurinn án þess öryggisverðir mótmæli.

Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Isavia, sem rekur m.a. Keflavíkurflugvöll, segir margt vera að gerast í þessum málum og fylgst sé með þróuninni þar á bæ.

NÝJAR GREINAR: Við fáum meira frí í árNew York á útsölu

Mynd: Túristi