Afbóka 120 þúsund hótelbókanir í London

Núna verður auðveldara að fá herbergi í London þegar Ólympíuleikarnir fara þar fram í sumar.

Til að uppfylla skilyrði Ólympíunefndarinnar ruku skipuleggjendur leikanna í London til og tóku frá fjörtíu þúsund hótelherbergi í borginni í sumar. Í þeim átti að hýsa starfsmenn, blaðamenn og auglýsendur. Núna kemur hins vegar á daginn að þessi pöntun var alltof stór. Fimmta hverju herbergi hefur því verið sagt upp. Það samsvarar hundrað og tuttugu þúsund gistinóttum á alls kyns hótelum og gistiheimilum um alla borg samkvæmt frétt Daily Mail. Það er því ljóst að framboðið á gistingu í Ólympíuborginni í sumar hefur skyndilega aukist til muna.

Leikarnir fara fram 27. júlí til 12. ágúst.

TENGDAR GREINAR: Farið á Ólympíuleika verður varla ódýraraSvifið yfir Thames
NÝJAR GREINAR: Toppurinn á Danmörku

Mynd: ODA