Betri samgöngur í Bergen

Reiknað er með að tvöfalt fleiri flugfarþegar í Bergen nýti sér almenningssamgöngur þegar nýjar lestir byrja að ganga til og frá flugstöðinni.

Eftir fjögur ár geta þeir sem fljúga til Flesland flugvallar í Bergen tekið lest inn í bæinn í stað rútu eða leigubíla. Með þessum breytingum vonast yfirvöld til þess að fjórir af hverjum tíu flugfarþegum nýti sér almenningssamgöngur til að komast til og frá vellinum. Í dag er það aðeins fimmti hver farþegi sem skilur bílinn eftir heima samkvæmt frétt Aftenposten. Það er álíka hlutfall og hér á landi samkvæmt lesendakönnun Túrista.

Kostnaður við leggja lestarteina út á flugvöll er áætlaður hundrað milljónir norskra króna sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum íslenskum. Haft er eftir talsmanni borgarinnar að margir hafi talið það ómögulegt að tengja flugvöllinn og Bergen saman með þessum hætti. Hann segir að með þessari samgöngubót verði Bergen að nútímalegu bæjarfélagi.

Í dag tekur það um hálftíma að komast frá Flesland flugvelli og inn til borgarinnar í bíl eða rútu.

TENGDAR GREINAR: Langflestir keyra sjálfir út á Leifsstöð
NÝJAR GREINAR
: Uppáhalds borgir erlendra ferðamanna

Mynd: Túristi