Fjölskylduvænstu flugstöðvarnar í Bretlandi

Skosku flugvellirnir skáka þeim ensku þegar kemur að þjónustu við yngstu farþegana og ferðafélaga þeirra.

Góð aðstaða fyrir börn á flugvöllum er ein af forsendunum fyrir því að flugferðin sjálf gangi snurðulaust fyrir sig hjá þeim yngstu. Það er nefnilega mikilvægt að allir hafa fengið eitthvað gott í svanginn fyrir brottför og aðstaðan til að skipta um bleijur hafi verið þrifaleg og góð. Leiksvæðin skipta ekki síður máli og sérstaklega þegar tafir verða á flugi.

Í Bretlandi er það flugstöðin í Edinborg sem þykir uppfylla kröfur foreldra best samkvæmt könnun ferðabókunarsíðunnar Skyscanner. Þar á eftir kemur flugstöð nágrannanna í Glasgow. Vellirnir í Liverpool og Manchester eru í þriðja og fjórða sæti.

Af flugstöðvunum í London fær Gatwick hæstu einkunn og er sú fimmta fjölskylduvænsta í Bretlandi. Standsted í því áttunda en Heathrow nær aðeins tíunda sætinu. Ástæðan er fólksmergðin þar á bæ og skortur á leiksvæðum samkvæmt frétt Daily Mail.

TENGDAR GREINAR: Íslensk mamma leigir túristum í Danmörku barnavörurBestu bresku borgirnar að mati heimamanna
NÝJAR GREINAR: Hádegismatur fyrir séða sælkera í Stokkhólmi

Hotels.com: Sértilboð á hótelum í London

Mynd: Katiew (Creative Commons)