Samfélagsmiðlar

Borgin þar sem hótel gefa afslátt um helgar

Á virkum dögum streymir til höfuðborgar Belgíu fólk sem á bókaðan fund með starfsmönnum Evrópusambandsins og NATO. Um helgar geta ferðamenn tekið við hótelherbergjum erindrekanna gegn mun lægra gjaldi.

Íbúatala Brussels hækkar verulega í miðri viku enda ófáir sem eiga erindi til borgar þar sem fjölmörgar alþjóðlegar stofnanir halda til. Gistirýmið sem þessir viðskiptaferðalangar skilja eftir sig á föstudögum er svo fyllt um helgar af túristum sem komast upp með að borga nokkuð lægra verð en er í boði á virkum dögum.

Með beinu flugi frá Keflavík til Brussel er tilvalið fyrir íslenska túrista að fara í stutta heimsókn til þessara fallegu borgar þar sem matgæðingar komast í feitt.

Hér eru fjögur hótel í Brussel þar sem verðið lækkar um helgar:

Pantone Hotel – Á hverji hæð hótelsins ræður einn Pantone litur ríkjum. Allt annað er hvítt. Þetta er því kannski ekki huggulegasta gistingin í bænum en hefur fallið í kramið hjá notendum Tripadvisor og víða fengið lofsamlega umfjöllun.

Föstudaga til sunnudaga er hægt að bóka sérstaka tilboðspakka þar sem morgunmatur og freyðivín fylgir með gistingunni. Tveggja manna herbergi kostar þá 109 evrur. Hotel Pantone er í skemmtilegu hverfi rétt fyrir utan miðbæinn.

The White Hotel – Hér er litagleðin lítil. Veggirnir, gólfin og húsgögnin því hvít líkt og nafnið gefur til kynna. Það er soldill spölur í miðbæinn frá hótelinu en auðvelt að taka sporvagn í bæinn. Hverfið í kringum hótelið er líka fjörugt með fullt af fínum kaffihúsum, sérverslunum og matsölustöðum og það er því algjör óþarfi að drífa sig beint í bæinn á morgnana.

Um helgar eru ódýrustu herbergin á 75 evrur, sem er þó nokkuð betri prís en er í boði á virkum dögum.

Hotel Bloom – Aftur er það hvítt en núna er litaleysið brotið upp með stórum freskum sem listnemar borgarinnar hafa málað á veggina. Herbergin eru að lágmarki 30 fermetrar og því engin hætta á að lenda í kústaskáp líkt og stundum vill gerast á breskum hótelum. Ódýrasta gistingin kostar 69 evrur um helgar. Fjölskylduherbergi kostar 89 evrur og þetta er því ekki galinn kostur fyrir þá sem vilja leyfa börnunum að smakka á krækling og frönskum á heimavelli þess réttar.

Vintage hotel – Þessi gististaður er mun litskrúðugari en hinir þrír. Gamaldags mubblur í öllum regnbogans litum og veggfóður með margskonar blæ gefa Vintage hotel sterkan karakter. Hótelið er líkt og Pantone Hotel og The White hotel í nágrenni við breiðgötuna Louise þar sem gaman er að rölta um og fá stemninguna í hverfinu beint í æð. Verðið er oft helmingi lægra um helgar en virku dagana eða frá 80 evrum á nótt.

NÝJAR GREINAR: Fimmtungs fjölgum gistinátta Íslendinga í Köben
TENGDAR GREINAR: Útpæld hótel á góðu verði

Mynd: Sven Laurent/Pantone Hotel

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …