Krókur til að kyssast í fyrir brottför

Kveðjubás verður tekin í notkun á flugstöðinni í Stavanger í næsta mánuði. Hann er hugsaður fyrir þá sem geta ekki haldið aftur af sér þegar komið er að því að segja bless og góða ferð.

Norðmenn eru ekki þekktir fyrir mikinn tilfinningahita en margir þeirra sleppa fram af sér beislinu við kveðjustund. Alla vega íbúar Stavanger. Yfirmenn flugstöðvarinnar þar í bæ hafa því ákveðið að koma upp sérstökum bás þar sem fólk getur kvatt sína nánustu vel og innilega í stað þess að standa í faðmlögum við öryggishliðið.

Veggir þessa sérstaka króks verða málaðir bleikir og ljúf tónlist mun hljóma svo hávaðinn að utan trufli ekki. Samkvæmt frétt VG kostar þessi framkvæmd flugvöllinn í Stavanger tæpar tvö hundruð þúsund íslenskar krónur.

NÝJAR GREINAR: Hádegismatur fyrir séða sælkera í Stokkhólmi
HOTELS.COM: Sértilboð á hótelum í London

Mynd: Gaute Bruvik/Avinor