Létta sig með víni úr plastflöskum og skyndikaffi

Flugfloti SAS munu léttast um 160 tonn nú þegar vínflöskum úr gleri hefur verið skipt út fyrir plastflöskur í vögnum flugfreyjanna. Ósvikið baunakaffi heyrir líka sögunni til.

Frá og með áramótum þurfa flugfélög í Evrópu að tryggja sér losunarkvóta fyrir kolefnisútblástur. Ein leið til að minnka kvótaþörfina er að draga úr þyngd þotanna og því hafa forsvarsmenn skandinavíska flugfélagsins SAS ákveðið að hætta að servera vín úr glerflöskum. Hér eftir verða veigarnar bornar fram í plasti og talið er að farmur flugvélanna muni léttast um 160 tonn á ári í kjölfarið.

Af sömu ástæðu er ekki lengur boðið upp á baunakaffi í vélum SAS því skyndikaffi vegur miklu minna og er því heppilegri kostur þegar markið er sett á léttari flugflota. Nú fá farþegarnir því aðeins skyndikaffi en þurfa í staðinn ekki að borga fyrir heitu drykkina líkt og þeir hafa þurft síðustu ár.

Eins og kom fram í verðkönnun Túrista á flugvélamat þá var kaffið dýrast hjá SAS af þeim félögum sem halda uppi millilandaflugi til og frá Íslandi í vetur.

TENGDAR GREINAR: Dýrari utanlandsferðir vegna mengunargjalds
NÝJAR GREINAR: Borgin þar sem hótelin eru ódýrari um helgar

Mynd: SAS