Miklu betri matarlykt á Gatwick

Gæði matarins á Gatwick flugvelli ættu að aukast til muna í sumar þegar sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver opnar þar tvo veitingastaði og bakarí.

Þeim mun væntanlega fjölga töluvert farþegunum á Gatwick sem fá sér að borða í flugstöðinni áður en sest er upp í vél og flogið heim. Ástæðan er sú að einn frægasti matreiðslumaður Breta, Jamie Oliver, ætlar að opna þar tvo veitingastaði í byrjun júní.

Á öðrum þeirra verður boðið upp á þekkta rétti úr breska eldhúsinu og á hinum er gert út á ítalskt. Þeir farþegar sem eru á hlaupum út í flugvél geta komið við í nýju bakaríi sem kokkurinn ætlar einnig að opna. Þar verða samlokur og smáréttir sem auðvelt er að taka með sér og bíta í um borð eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Gatwick.

NÝJAR GREINAR: Borgar sig að fljúga á nóttunni?

Mynd: Wikicommons