Ný föt fyrir utanlandsferðina

Á hlaupársdag opnar snyrtivöru- og undirfataframleiðandinn Victoria´s Secret verslun í Fríhöfninni.

Verslanir Victoria´s Secret er að finna víða um heim og í lok mánaðarins opnar fyrsta búðin hér á landi. Sú verður í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og á boðstólum verða snyrtivörur, ýmiskonar klæðnaður og fylgihlutir samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Fríhöfninni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Victoria´s Secret kýs að hefja starfssemi á nýjum markaði með því að opna búð á flugstöð. Fyrsta verslun fyrirtækisins í Bretlandi opnaði nefnilega á Heathrow flugvelli fyrir nærri átta árum.

TENGAR GREINAR: Mest seldu vörurnar í Fríhöfninni
NÝJAR GREINAR: Borgar sig að fljúga á nóttunni?

Mynd: Fríhöfnin